• Nefndarálit:

Sponsored Links

  •   
  • FileName: nefndaralit-namskra.pdf [preview-online]
    • Abstract: Nefndarálit:Kennara- og uppeldisháskóli ÍslandsDrög að námskráMenntamálaráðuneytiðJúní 1997 ISBN: 9979-821-77-92 EfnisyfirlitGreinargerð um störf nefndarinnar 5

Download the ebook

Nefndarálit:
Kennara- og uppeldisháskóli Íslands
Drög að námskrá
Menntamálaráðuneytið
Júní 1997
ISBN: 9979-821-77-9
2
Efnisyfirlit
Greinargerð um störf nefndarinnar 5
Inngangur 9
Ágrip af sögu skólanna 10
Fósturskóli Íslands 10
Íþróttakennaraskóli Íslands 12
Kennaraháskóli Íslands 13
Þroskaþjálfaskóli Íslands 15
Kennsluhættir og vinnubrögð 18
Megintilgangur menntunar og heildarskipan náms 19
Megintilgangur menntunar uppeldisstétta 19
Megintilgangur menntunar íþróttakennara 20
Lýsing á heildarskipan íþróttakennaranáms
og skipting þess á meginsvið 21
Megintilgangur kennaramenntunar 26
Lýsing á heildarskipan almenns kennaranáms
og skipting þess á meginsvið samkvæmt gildandi tilhögun 27
Endurskoðun almenns kennaranáms 30
Megintilgangur menntunar leikskólakennara 30
Lýsing á heildarskipan náms leikskólakennara
og skipting þess á meginsvið 31
Megintilgangur menntunar þroskaþjálfa 35
Lýsing á heildarskipan þroskaþjálfanáms
og skipting þess á meginsvið 35
Sameiginlegir þættir námsbrauta 39
Námskeiðslýsingar 41
Aðferðafræði, tölfræði, upplýsingatækni, vinnulag 41
Framsögn, raddbeiting 41
Heilsufræði 42
Kennslufræði, verkáætlanir 42
Listgreinar 43
Náttúrufræði, umhverfisfræði 43
Saga og félagsfræði uppeldis og menntunar 43
Siðfræði, heimspeki 44
Þróunarsálarfræði 45
Valþættir í námi 45
Vettvangsnám 46
3
Námsmat og próf 49
Eigið mat stofnunar á starfsemi sinni 50
Heimildaskrá 52
Viðauki I: Athugasemd frá Árna Guðmundssyni 55
Viðauki II: Greinargerðir vinnuhópa 57
Greinargerð vinnuhóps um aðferðafræði, tölfræði 58
Greinargerð vinnuhóps um eigið mat stofnunar
á starfsemi sinni 61
Greinargerð vinnuhóps um framsögn, raddbeitingu 63
Greinargerð vinnuhóps um heilbrigðisgreinar í
þroskaþjálfanámi 65
Greinargerð vinnuhóps um kennslufræði og verkáætlanir 78
Greinargerð vinnuhóps um námsmat og próf 82
Greinargerð vinnuhóps um siðfræði 86
Greinargerð vinnuhóps um skipan náms íþróttakennara 91
Greinargerð vinnuhóps um sögu uppeldis og menntunar,
íslenska menningu og samfélag 98
Greinargerð vinnuhóps um valþætti í námi 110
Greinargerð vinnuhóps um vettvangsnám 116
Greinargerð vinnuhóps um þróunarsálfræði 119
Töflur
Tafla 1. Yfirlit yfir umfang og starfsemi FÍ, ÍKÍ, KHÍ og ÞÍ
skólaárið 1996 -1997. 17
Tafla 2. Skipan náms í Íþróttakennaraskóla Íslands, 65 einingar,
samkvæmt kennsluskrá 1996-1997 24
Tafla 3. Skipan íþróttakennaranáms, 90 einingar,
drög frá vinnuhópi innan ÍKÍ unnin í mars 1997 25
Tafla 4. Skipan þriggja ára kennaranáms samkvæmt
kennsluskrá 1996-1997 29
Tafla 5. Skipan leikskólakennaranáms, 90 einingar 34
Tafla 6. Skipan þroskaþjálfanáms, 90 einingar 38
Tafla 7. Tillaga um sameiginlega þætti námsbrauta. 40
4
GREINARGERÐ UM STÖRF NEFNDARINNAR
Með bréfi dagsettu 23. desember 1996 skipaði menntamálaráðherra nefnd
til að “endurskoða námskrár Fósturskóla Íslands, Íþróttakennaraskóla
Íslands og Þroskaþjálfaskóla Íslands með það fyrir augum að aðlaga
kennsluna að háskólastigi og undirbúa þannig stofnun uppeldisháskóla“
eins og segir í erindisbréfi hennar. Tekið er fram að nefndin skuli ljúka
störfum fyrir 15. júní 1997.
Nefndin var þannig skipuð: Árni Guðmundsson, Íþróttakennaraskóla
Íslands, varamaður Reynir Karlsson; Vilborg Jóhannsdóttir, Þroska-
þjálfaskóla Íslands, varamaður Bryndís Víglundsdóttir; Elín Jóna
Þórsdóttir, Fósturskóla Íslands og Hrafnhildur Ragnarsdóttur, Kennara-
háskóla Íslands, varamaður Þóra Kristinsdóttir, sem sinnti störfum fyrsta
mánuðinn í fjarveru Hrafnhildar. Stefán Stefánsson, deildarstjóri í
menntamálaráðuneyti, var formaður nefndarinnar og starfsmaður var ráðinn
Ólafur H. Jóhannsson, endurmenntunarstjóri Kennaraháskóla Íslands.
Bryndís Víglundsdóttir gegndi störfum allan tímann í forföllum Vilborgar.
Nefndin hélt fyrsta fund sinn hinn 15. janúar sl. og hefur haldið reglulega
fundi síðan. Milli funda unnu nefndarmenn greinargerðir og lýsingar á námi
í skólunum fjórum.
Fljótlega eftir að nefndin hóf störf hélt hún fund með formönnum
hlutaðeigandi fagfélaga, þar sem viðfangsefnið var kynnt, skipst á
skoðunum og þeim boðið að koma ábendingum á framfæri.
Á vegum nefndarinnar var haldinn fundur á Laugarvatni hinn 7. maí sl.
Tilgangur fundarins var að ræða um menntun íþóttakennara þegar menntun
þeirra færist á háskólastig og námið lengist í samræmi við það. Til
fundarins voru eftirtaldir aðilar boðaðir; skólastjóri og kennarar
Íþróttakennaraskólans, skólanefnd Íþróttakennaraskólans, stjórn Félags
íþróttakennara og kennarar KHÍ sem annast kennslu á kjörsviðinu íþróttir
og líkamsrækt. Í framhaldi af þessum fundi var vinnuhópurinn um menntun
íþróttakennara skipaður.
5
Nefndin skipaði sérfræðinga í vinnuhópa til að bera saman upplýsingar um
afmörkuð fagsvið og móta tillögur um þau. Á vegum nefndarinnar hafa
eftirtaldir hópar starfað.
Aðferðafræði, tölfræði
Amalía Björnsdóttir Kennaraháskóla Íslands
Guðbjörg Daníelsdóttir Íþróttakennaraskóla Íslands
Sif Eiríksdóttir Þroskaþjálfaskóla Íslands
Þórdís Þórðardóttir Fósturskóla Íslands
Eigið mat stofnunar á starfsemi sinni
Ása S. Þórðardóttir Þroskaþjálfaskóla Íslands
Börkur Hansen Kennaraháskóla Íslands
Ingimar Jónsson Íþróttakennaraskóla Íslands
Jóhanna Einarsdóttir Fósturskóla Íslands
Framsögn, raddbeiting
Gunnar Eyjólfsson Íþróttakennaraskóla Íslands
Ingibjörg Frímannsdóttir Kennaraháskóla Íslands
Kristín Á. Ólafsdóttir Þroskaþjálfaskóla Íslands
Soffía Jakobsdóttir Kennaraháskóla Íslands
Sólveig Hauksdóttir Fósturskóla Íslands
Heilbrigðisgreinar í námi þroskaþjálfa
Ásta B. Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur
Ástríður Stefánsdóttir læknir
Sigurður Thorlacius læknir
Sólveig Steinsson þroskaþjálfi
Kennslufræði, verkáætlanir
Ingvar Sigurgeirsson Kennaraháskóla Íslands
Karl Jeppesen Íþróttakennaraskóla Íslands
Sigríður Stefánsdóttir Fósturskóla Íslands
Vilborg Jóhannsdóttir Þroskaþjálfaskóla Íslands
Meginreglur um námsmat og próf
Erla Kristjánsdóttir Kennaraháskóla Íslands
Elsa Sigríður Jónsdóttir Fósturskóla Íslands
Guðbjörg Daníelsdóttir Íþróttakennaraskóla Íslands
Ingibjörg Harðardóttir Þroskaþjálfaskóla Íslands
Menntun íþróttakennara
Ingimar Jónsson Íþróttakennaraskóla Íslands
Rúnar Sigríksson Íþróttakennarafélagi Íslands
Þórdís L. Gísladóttir Skólanefnd Íþróttakennaraskólans
Þórey Guðmundsdóttir Kennaraháskóla Íslands
Saga og félagsfræði uppeldis og menntunar
Gunnlaugur Sigurðsson Fósturskóla Íslands
Ingimar Jónsson Íþróttakennaraskóla Íslands
Sigurjón Mýrdal Kennaraháskóla Íslands
Þórey Kolbeins Þroskaþjálfaskóla Íslands
Siðfræði
Ástríður Stefánsdóttir Þroskaþjálfaskóla Íslands
Gunnar J. Gunnarsson Kennaraháskóla Íslands
6
Ingimar Jónsson Íþróttakennaraskóla Íslands
Sigurður Björnsson Fósturskóla Íslands
Skipan leikskólakennaranáms
Elín Jóna Þórsdóttir Fósturskóla Íslands
Jónína Tryggvadóttir Fósturskóla Íslands
Sigríður Pálmadóttir Fósturskóla Íslands
Sigríður Stefánsdóttir Fósturskóla Íslands
Sigurður Björnsson Fósturskóla Íslands
Valþættir í námi
Guðmundur B. Kristmundsson Kennaraháskóla Íslands
Hafþór B. Guðmundsson Íþróttakennaraskóla Íslands
Kristín Hildur Ólafsdóttir Fósturskóla Íslands
Kristín Lilliendahl Þroskaþjálfaskóla Íslands
Vettvangsnám
Elísabet Ólafsdóttir Íþróttakennaraskóla Íslands
Guðrún Stefánsdóttir Þroskaþjálfaskóla Íslands
Hrönn Pálmadóttir Fósturskóla Íslands
Páll Ólafsson Kennaraháskóla Íslands
Þróunarsálfræði
Elsa Sigríður Jónsdóttir Fósturskóla Íslands
Guðbjörg Daníelsdóttir Íþróttakennaraskóla Íslands
Hrafnhildur Ragnarsdóttir Kennaraháskóla Íslands
Ingibjörg Harðardóttir Þroskaþjálfaskóla Íslands
Alls hafa því 44 sérfræðingar fjallað um sérsvið sitt. Þess ber að geta að
hópunum voru settar nokkuð þröngar tímaskorður og gafst því ekki færi á
ítarlegri umfjöllun.
Nefndinni var frá upphafi ljóst að menntamálaráðuneytið mun ekki setja
hinum nýja Kennara- og uppeldisháskóla námskrá. Slíkt ákveður skólinn
sjálfur. Því miðaði upplýsingaöflun og úrvinnsla að því að tillögur hennar
gætu flýtt fyrir nauðsynlegri endurskipulagningu námsins og upp-byggingu
þess í hinni nýju stofnun.
Í tillögum nefndarinnar er einkum lögð áhersla á sameiginlega þætti í námi
þeirra starfsstétta sem hlut eiga að máli. Að öðru leyti eru hér engar beinar
tillögur gerðar um breytingar á þeirri skipan sem mótaðar hafa verið að
frumkvæði viðkomandi skóla. Nefndin lagði áherslu á að lýsa tilhögun í
hinum nýja skóla, en taldi falla utan við verksvið sitt að leggja mat á það
nám sem nú er í boði í hverjum þessara fjögurra skóla.
Tillögur starfshópanna hafa að hluta til verið felldar inn í meginmál í
drögum þessum, en eru birtar í heild í viðauka II. Það er almennt sjónarmið
7
þátttakenda í vinnuhópunum að þeir hafi fengið innsýn í störf félaga sinna í
öðrum skólum og er þess að vænta að vinna þeirra nýtist við áframhaldandi
mótun á einstökum þáttum námskrárinnar. Nefndin þakkar öllum
þátttakendunum fyrir mikilsvert framlag.
Árni Guðmundsson leggur fram athugasemd er varðar skipan íþrótta-
kennaranáms og er hún birt í viðauka I.
8
INNGANGUR
Þessi drög að námskrá ná yfir grunnnám til B.Ed.- eða B.Ph.Ed.- gráðu
eftirtalinna starfsstétta; almennra grunnskólakennara, íþróttakennara,
leikskólakennara og þroskaþjálfa. Með frumvarpi til laga um Kennara- og
uppeldisháskóla er að því stefnt að starfsemi þeirra stofnana, sem annast
hafa menntun ofangreindra starfstétta, verði sameinuð um leið og menntun
íþróttakennara, leikskólakennara og þroskaþjálfa færist á háskólastig.
Í greinargerð með frumvarpi til laga um Kennara- og uppeldisháskóla eru
eftirtalin rök færð fyrir sameiningunni:
– Menntun kennara og annarra uppeldis- og umönnunarstétta á margt
sameiginlegt sem auðveldara er að efla og samhæfa undir einni
yfirstjórn. Gildir það bæði um grunnmenntun þeirra, endurmenntun og
framhaldsnám.
– Með sameiningunni færist menntun allra þesara stétta ótvírætt á
háskólastig og verður í auknum mæli tengd rannsóknum sem leiða á
til betri og markvissari starfsmenntunar en ella.
– Gera má ráð fyrir að rannsóknum á sviði uppeldis og skólastarfs vaxi
fiskur um hrygg við þessa breytingu og á því er full þörf.
– Þær stofnanir, sem ekki eru á háskólastigi, eru allt of smáar til að
raunsætt sé að ætla að þær getir öðlast fullgildan sess sem
háskólastofnanir af eigin rammleik.
– Betri nýting fæst á fjármunum, húsnæði og hvers kyns búnaði.
Ljóst er að margt er sameiginlegt í menntun áðurgreindra starfstétta. Því
eru í tillögum þessum dregnir sérstaklega fram þeir þættir sem geta verið
sameiginlegir í námi þeirra og áhersla lögð á að samnýta kennslukrafta og
sérþekkingu kennara þar sem því verður við komið. Með sameiginlegum
námskeiðum og valnámi óháð skor/braut kynnast nemendur á mis-munandi
brautum hver öðrum og væntanlegu starfsviði hver annars.
Hér á eftir er fyrst að finna stutt ágrip af sögu þeirra stofnana sem
sameinast með stofnun Kennara- og uppeldisháskólans. Í lok þess ágrips er
tafla sem sýnir umfang þessara skóla skólaárið 1996-1997. Þá er stuttur
kafli um kennsluhætti, þar sem dregin eru fram þau atriði sem einkenna
skulu nám og kennslu á háskólastigi. Því næst kemur aðalhlutinn, þar sem
9
fjallað er um menntun þeirra starfsstétta sem hlut eiga að máli. Umfjöllun
um hverja braut er þrískipt; fyrst er fjallað um megintilgang menntunar á
brautinni, því næst er heildarskipan námsins og meginviðfangsefnum lýst,
og að lokum er tafla sem sýnir dreifingu náms á annir. Gerð er grein fyrir
sameiginlegum þáttum í náminu og lagðar fram hugmyndir um hvaða
námskeið gætu verið sameiginleg. Fjallað er um vettvangsnám, þar sem
lýst er þeim meginviðmiðunum sem höfð eru til hliðsjónar við
skipulagningu og framkvæmd á því og gerð er grein fyrir meginreglum um
námsmat og próf. Þá er stutt umfjöllun um eigið mat stofnunar á starfsemi
sinni. Þar er tilgreint með hvaða hætti unnt er að standa að slíku mati til að
það komi stofnuninni til góða við að þróa starfsemi sína og starfshætti.
ÁGRIP AF SÖGU SKÓLANNA
Fósturskóli Íslands
Þann 1. október árið 1946 stofnaði Barnavinafélagið Sumargjöf
Uppeldisskóla Sumargjafar og var hann til húsa í leikskólanum
Tjarnarborg. Fyrstu árin var skólinn tveggja vetra skóli og skiptist hvor
vetur í tvær fjögurra mánaða annir, bóklega og verklega. Haustið 1954 var
tilhögun náms breytt; bóklega námið var lengt í tvo vetur og verklega
námið var sett á sumarmánuðina. Árið 1957 var nafni skólans breytt í
Fóstruskóli Sumargjafar þegar starfsheitið fóstra hafði unnið sér hefð í
málinu. Haustið 1968 var námið lengt í þrjú ár.
Árið 1973 var skólanum var breytt í ríkisskóla með lögum nr. 10/1973 og
breytist þá nafn skólans í Fósturskóla Íslands. Aðsetur skólans er í
Reykjavík. Samkvæmt lögum um Fósturskólann, lögum um leikskóla og
Uppeldisáætlun leikskóla er hlutverk skólans er að mennta fólk til
uppeldisstarfa á hverskonar stofnunum fyrir börn frá fæðingu til
skólaskyldualdurs. Árið 1983 var í fyrsta sinn boðið upp á eins árs
framhaldsnám við skólann og var viðfangsefnið í því námi stjórnun. Árið
1991 fór skólinn af stað með menntun leikskólakennara í fjarnámi.
10
Nám leikskólakennara er 90 einingar að umfangi. Námstíminn er þrjú ár í
staðbundnu námi, en fjögur ár í fjarnámi, og er námið bæði bóklegt og
verklegt. Grunnmenntunin skiptist í uppeldisgreinar, félagsgreinar, list- og
verkgreinar, móðurmálsgreinar og náttúrufræðigreinar. Skólaárið 1996-
1997 stunduðu liðlega 300 nemendur nám við Fósturskóla Íslands, 215 í
staðbundnu námi, 76 nemendur í fjarnámi og 18 nemendur stunduðu eins
árs framhaldsnám að umfangi 30 einingar. Ennfremur stendur skólinn fyrir
endurmenntunarnámskeiðum fyrir starfandi leikskóla-kennara. Við
Fósturskóla Íslands er fagbókasafn með úrvali bóka.
Vorið 1996 höfðu alls verið brautskráðir 1675 leikskólakennarar frá
Fósturskóla Íslands. Fjöldi fastráðinna kennara árið 1997 er 22 og
stöðugildi alls 29. Æfingakennarar á vettvangi eru fjölmargir. Húsnæði
skólans er 1400 fermetrar. Framlög til skólans samkvæmt fjárlögum 1997
eru 82,4 milljónir.
Stjórnun og skipulag
Skólastjóri hefur yfirumsjón með rekstri skólans og forystu um starfshætti
hans.
Aðstoðarskólastjóri er staðgengill skólastjóra og annast í umboði hans
eftirlit með daglegri starfsemi skólans.
Fósturskóli Íslands skiptist í þrjár deildir: Leikskólakennaradeild sinnir
staðbundinni menntun leikskólakennara og menntun leikskólakennara í
fjarnámi, framhaldsdeild sinnir framhaldsmenntun leikskólakennara, og
endurmenntunardeild sinnir símenntun stéttarinnar.
Skólanefnd er skipuð af menntamálaráðuneytinu til fjögurra ára í senn.
Formaður er skipaður án tilnefningar, einn nefndarmaður er skipaður
samkvæmt tilnefningu Félags íslenskra leikskólakennara og annar
samkvæmt tilnefningu borgarráðs Reykjavíkur. Skólanefnd skal fylgjast
með því að skólinn starfi samkvæmt þeim lögum og reglum sem honum eru
settar.
Skólaráð skal vera skólastjóra til aðstoðar við stjórn skólans og rekstur.
Skólastjóri er formaður þess en auk hans sitja í ráðinu tveir fastir kennarar
11
skólans og tveir fulltrúar nemenda. Skólaráð er kjörið til eins árs í senn.
Skólaráð fjallar um þau atriði skólastjórnar sem ekki falla beint undir
skólastjóra eða skólanefnd. Meðal verkefna skólaráðs er fyrirkomulag
námsins innan hins almenna ramma skólans, undirbúningur stundaskrár og
námsefnis næsta skólaárs, gerð próftöflu og minniháttar agabrot nemenda.
Við Fósturskólann eru eftirtalin stoðkerfi: bókasafn, námsráðgjöf og
skrifstofa.
Íþróttakennaraskóli Íslands
Með starfrækslu kennaradeildar við Flensborgarskóla árið 1892 og síðar
með stofnun Kennaraskóla Íslands 1908 hófst menntun kennara. Ein
námsgreinin var leikfimi. Margir nemendur þessara skóla kenndu síðan
leikfimi í þeim skólum sem þeir störfuðu við.
Á fyrsta tug þessarar aldar hófu störf hér á landi fyrstu sérmenntuðu
leikfimi- og sundkennararnir.
Vorið 1932 voru samþykkt á Alþingi lög um próf leikfimi- og
íþróttakennara og haustið 1932 tók til starfa á Laugarvatni Íþróttaskóli
Björns Jakobssonar. Skólinn brautskráði íþróttakennara. Með
íþróttalögum, sem samþykkt voru á Alþingi árið 1940, voru fimleikar og
sund gerð að skyldunámsgrein í öllum skólum. Lög um
Íþróttakennaraskóla Íslands voru samþykkt á Alþingi vorið 1942 og tók
hann við af Íþróttaskóla Björns Jakobssonar 1. janúar 1943 sem ríkisskóli
með níu mánaða starfstíma. Árið 1972 var námstíminn lengdur í tvö ár, auk
annarra breytinga á náminu. Í janúarmánuði 1991 hófst þróunarstarf við
skólann sem miðaði að því að endurskoða og endurmeta námið, skipa því í
námskeið og meta námskeiðin til eininga að hætti háskóla.
Íþróttakennaraskólinn hefur aðsetur á Laugarvatni. Heildarstærð húsnæðis
er 7000 fermetrar að meðtöldu íþróttahúsi og sundlaug.
Heildarframlög til skólans 1997 eru 37 milljónir.
12
Skólaárið 1996-1997 var fjöldi nemenda 65. Fastráðnir kennarar, auk
skólastjóra eru 6 og stundakennara eru 3. Einnig veita fjölmargir kennarar
leiðsögn í vettvangsnámi.
Stjórnun og skipulag
Skólaráð er þannig skipað: Skólastjóri er formaður, en auk hans sitja í
ráðinu allir fastir kennarar, einn fulltrúi lausráðinna kennara og tveir
fulltrúar nemenda.
Skólanefnd er þannig skipuð: Íþróttafulltrúi ríkisins er formaður, einn er
tilnefndur af Íþróttasambandi Íslands, einn af Ungmennasambandi Íslands,
einn af Íþróttakennarafélagi Íslands og einn af nemendum. Skólanefnd er
skólastjóra til ráðuneytis. Nánar er kveðið á um hlutverk skólaráðs og
skólanefndar í reglugerð.
Kennaraháskóli Íslands
Fyrsta löggjöf um kennaramenntun á Íslandi, Lög um Kennaraskóla
Íslands, var sett 22. nóv. 1907. Kennaraskóli Íslands tók til starfa haustið
1908. Þar á undan, allt frá árinu 1892, höfðu verið haldin námskeið fyrir
verðandi kennara í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði.
Kennaraskólinn var gerður að háskóla með lögum árið 1971 og nafni hans
breytt í Kennaraháskóli Íslands. Verkefni skólans voru aukin með lögum
sem samþykkt voru í maí 1988. Í þeim er m.a. rennt styrkari stoðum en
áður undir rannsóknarhlutverk skólans og framhaldsmenntun á sviði
uppeldis- og kennslufræða. Þá var í nýju lögunum lagður grunnur að
lengingu almenns kennaranáms úr þremur árum í fjögur. Gildistöku þess
ákvæðis hefur síðan verið frestað.
Aðalbygging Kennaraháskólans er við Stakkahlíð. Þar er öll stjórnsýsla og
þar fer fram mestöll bókleg kennsla. Bókasafn, gagnasmiðja,
rannsóknarstofnun, tölvuþjónusta og íslenska menntanetið eru einnig í
aðalbyggingu. Lestrarmiðstöð er í timburhúsi á skólalóðinni.
Valgreinakennsla í listgreinum fer fram í Skipholti 37 og heimilisfræði-
kennsla í Háuhlíð 9.
13
Alls hefur Kennaraháskólinn yfir 7500 fermetrum húsnæðis að ráða.
Fjöldi nemenda sem innritaðir voru á haustönn skólaárið 1996-1997 er 701
og skiptist á milli námsbrauta á eftirfarandi hátt:
B.Ed.-nám, staðbundið 416
B.Ed.-nám, fjarnám 70
Viðbótarnám kennara 21
Uppeldis- og kennslufræði 71
M.Ed.- nám 118
Einnig taka árlega hátt í eitt þúsund kennarar þátt í endurmenntun af
margvíslegu tagi.
Fastráðnir starfsmenn Kennaraháskóla Íslands á árinu 1996 voru 93. Þar af
eru prófessorar, dósentar, lektorar og fastráðnir stundakennarar 53, en
aðrir starfsmenn 40 í 36 stöðugildum. Viðtökukennarar, sem veita leiðsögn
á vettvangi, eru fjölmargir.
Framlög til skólans samkvæmt fjárlögum 1997 eru 334,8 milljónir.
Stjórnun og skipulag
Rektor er yfirmaður stjórnsýslu skólans og er æðsti fulltrúi hans gagnvart
mönnum og stofnunum innan skóla og utan. Hann er forseti skólaráðs.
Rektor er kjörinn til fjögurra ára í senn. Endurkjósa má rektor einu sinni án
lotuskila.
Skólaráð hefur ákvörðunarvald í málefnum skólans og stofnana hans og
vinnur að þróun og eflingu þeirra. Í skólaráði eiga sæti rektor, sjö fulltrúar
kjörnir úr hópi fastráðinna kennara, einn fulltrúi kjörinn úr hópi lausráðinna
kennara, einn fulltrúi kjörinn af starfsmönnum í a.m.k. hálfu starfi, öðrum
en kennurum, þrír fulltrúar nemenda kjörnir af nemendaráði. Skólaráð skal
kjörið til þriggja ára í senn, að hluta ár hvert samkvæmt nánari ákvæðum í
reglugerð. Fulltrúi lausráðinna kennara og fulltrúar nemenda skulu kjörnir
til eins árs í senn.
Aðstoðarrektor, kennslustjóri og fjármálastjóri annast í umboði rektors
eftirlit með daglegri starfsemi skólans.
14
Kennaraháskóli Íslands skiptist í þrjár deildir: Kennaramenntunardeild
sinnir grunnmenntun kennara, uppeldisvísindadeild sinnir framhalds-
menntun og viðbótarmenntun á sviði uppeldis- og kennslufræða,
endurmenntunardeild sér um endurmenntun kennara, svo og verkefni á
sviði skólaþróunar og ráðgjafar við stofnanir og einstaklinga í
menntakerfinu.
Deildarráð bera ábyrgð gagnvart rektor og skólaráði á gerð námskrár,
skipulagningu, framkvæmd og mati á starfi þriggja deilda skólans. Innan
kennaramenntunardeildar og uppeldisvísindadeildar eru mismunandi
námsbrautir eða skorir sem leiða til skilgreindra námsloka.
Skorarstjórnir hafa umsjón með námi og kennslu í hverri skor. Í
skorarstjórnum sitja fulltrúar nemenda og kennarar tilnefndir af skólaráði.
Einn þeirra er skorarstjóri og situr í viðkomandi deildarráði
Nemendaráð, sem kosið er til eins árs í senn, tilnefnir fulltrúa nemenda í
ráð og nefndir þar sem það á við og er rektor til ráðuneytis í málefnum
skólans.
Við Kennaraháskólann eru eftirtalin stoðkerfi og þjónustukerfi:
Bókasafn
Gagnasmiðja
Kennslumiðstöð
Lestrarmiðstöð
Námsráðgjöf
Rannsóknarstofnum
Skrifstofa
Tölvuþjónusta / Íslenska menntanetið
Þroskaþjálfaskóli Íslands
Haustið 1958 var hafin kennsla í gæslu og umönnun vangefinna á
Fávitahælinu í Kópavogi. Í lögum um fávitastofnanir nr. 53/1967 segir í
15. gr.: “Við aðalfávitahæli ríkisins skal reka skóla til að sérmennta fólk til
fávitagæslu og skal forstöðumaður gegna starfi skólastjóra.“ Skólinn hét í
fyrstu Gæslusystraskóli en árið 1971 var nafninu breytt í
Þroskaþjálfaskóla Íslands.
15
Árið 1971 var Þroskaþjálfaskólanum sett reglugerð samkvæmt lögum um
fávitastofnanir frá 1967 og árið 1977 voru sett ný lög um fávitastofnanir
þar sem segir m.a. “Ríkið skal starfrækja skóla, Þroskaþjálfaskóla Íslands.
Hlutverk skólans er að mennta fólk til að gegna uppeldi, umönnun og
þjálfun þroskaheftra.“ Samkvæmt þessum lögum er skólastjóri ráðinn að
skólanum og staðsetning hans ekki lengur bundin við Kópavogshælið.
Einnig fær skólinn sjálfstæðan fjárhag.
Reglugerð var gefin út 4. júlí 1977, með stoð í lögum nr. 12/1977, og
starfar skólinn enn samkvæmt henni. Ný lög voru sett um starfsemi skólans
14. júní 1985. Þar er nánar kveðið á um tilgang skólans en gert var í eldri
lögum, stúdentspróf er gert að inntökuskilyrði og ákvæði eru um að skólinn
skuli annast símenntun þroskaþjálfa.
Í samræmi við gildandi lög og reglugerðir býður skólinn 90 eininga
grunnnám og 30 eininga framhaldsnám í þroskaþjálfun. Einnig eru í boði
námskeið af ýmsum toga. Grunnnám er þriggja ára nám, hvert námsár tvær
annir.
Skólinn var til húsa á Kópavogshæli frá stofnun til 2. febrúar 1984 þegar
hann flutti að Skipholti 31. Fyrstu árin voru afar fáir nemendur í skólanum
en um 1970 tók þeim að fjölga. Fjöldi nemenda takmarkast af húsnæði
skólans og rými til starfsþjálfunar. Skólaárið 1996-1997 stunduðu 72
nemendur nám við skólann.
Skólinn var lengst af undir yfirstjórn heilbrigðis- og trygginga-málaráðherra
en með breytingu á lögum um skólann, sem gerð var í mars 1991, var hann
færður undir yfirstjórn menntamálaráðherra.
Við skólann starfa skólastjóri, fjórir fastráðnir kennarar og stunda-kennarar
voru 22 skólaárið 1996-1997, auk gestafyrirlesara.
Margir leiðbeina nemum á vettvangi og eru flestir þeirra þroskaþjálfar.
Bókasafnsfræðingur er í hálfu starfi og fulltrúi á skrifstofu í 70% starfi.
Skólinn hefur yfir að ráða 500 fermetrum húsnæðis.
Framlög til skólans samkvæmt fjárlögum 1997 eru 25,2 milljónir.
16
Stjórnun og skipulag
Menntamálaráðherra skipar fimm manna skólastjórn. Þrír skulu skipaðir án
tilnefningar og skal einn þeirra vera formaður. Einn er skipaður samkvæmt
tilnefningu Félags þroskaþjálfa og einn samkvæmt tilnefningu Félags
þroskaþjálfanema. Kveðið er á um hlutverk skólastjórnar í reglugerð frá
1977.
Aðstoðarskólameistari og sviðsstjórar starfa með skólastjóra. Við skólann
starfar fjögurra manna námsmatsnefnd. Nefndin er skipuð til eins árs í
senn.
Tafla 1. Yfirlit yfir umfang og starfsemi FÍ, ÍKÍ, KHÍ og ÞÍ skólaárið
1996 -1997.
Nem. í stað Nem. Fastir Fastráðnir Aðrir Húsnæði Fjárveitingar
bundnu í fjarnámi kennarar stunda- starfsmenn í fm. 1997 í millj.
námi kennarar skv. fjárlögum
FÍ 231 76 22 7 7 1.450 82,4
ÍKÍ 65 6 3 3 7.0001 372
KHÍ 6263 70 45 9 40 7.5004 334,8
ÞÍ 72 4 22 2 500 25,2
Samtals 994 146 77 41 52 18.950 465,2
1 Inni í þessari tölu er ekki húsnæði sem tilheyrir Íþróttamiðstöð Íslands.
2 Á fjárlögum voru veittar 22,5 millj. til rekstrar Íþróttakennaraskólans og u.þ.b. 14,5 millj. af
sameiginlegum framlögum til ríkiseigna á Laugarvatni renna til skólans.
3 Nemendur í UF-námi og M.Ed.-námi stunda fjarnám að hluta.
4 Húsnæði KHÍ að Varmalandi er ekki inni í þessari tölu.
17
KENNSLUHÆTTIR OG VINNUBRÖGÐ
Kennsluhættir í háskóla skulu vera nemendum til fyrirmyndar um skipulag
og vinnubrögð. Kosta skal kapps um að styrkja sjálfstæði og frumkvæði
nemenda og efla með þeim öguð vinnubrögð.
Í háskólanámi er gert ráð fyrir að nemendur sýni verulegt sjálfstæði í öllum
efnistökum umfram það sem krafist er á lægri skólastigum. Þetta á bæði
við um val á lesefni umfram það sem kann að vera ákvarðað sem
kjarnaefni, val á viðfangsefnum, efnistök og framsetningu. Kennsla á
háskólastigi skal jafnan taka mið af nýrri þekkingu á sérhverju fræðasviði
og háskólakennarar leggja sitt af mörkum til nýsköpunar þekkingar með
eigin rannsóknum.
Kennsla háskólakennara beinist fyrst og fremst að því að skýra fræðileg
hugtök og kenningar, veita yfirlit yfir mismunandi kenningar og faglega
afstöðu fræðimanna og veita nemendum innsýn í ýmis álitamál sem
viðfangsefninu eða fræðigreininni tengjast. Rökræður milli kennara og
nemenda og milli nemenda innbyrðis eru mikilvægur þáttur í háskólanámi.
Kennari, sem tekur afstöðu til álitamála, skal færa gild rök fyrir skoðun
sinni og gefa nemendum færi á að rökræða þá skoðun eða afstöðu.
Í starfsmenntun er mikilvægt að kosta kapps um að tengja saman kenningu
og starf. Nemendur skulu öðlast þjálfun í að beita fræðilegri þekkingu sinni
við úrlausn viðfangsefna á vettvangi. Þetta á bæði við um viðfangsefni er
tengjast inntaki náms og aðferðum við miðlun þess og á ekki síður við um
uppeldisleg viðfangsefni er tengjast þeim einstaklingum sem unnið er með.
Við lok náms eiga nemendur á búa yfir hæfni til að beita fræðilegum
hugtökum við umfjöllun um sérhvert viðfangsefni er varðar fagsvið þeirra.
Þeir eiga að geta skoðað viðfangsefni út frá mismunandi sjónarhornum,
tekið ígrundaða afstöðu í ljósi þekkingar sinnar og sett skoðanir sínar fram
á ljósan hátt og stutt þær faglegum rökum. Þessi hæfni á að birtast með
ótvíræðum hætti í lokaverkefnum nemenda.
18
Í starfstengdu nám ber að tryggja að nemendur öðlist þá verkleikni sem
gerir þeim kleift að uppfylla þær lágmarkskröfur sem starfið útheimtir og
að þeir hafi jafnframt öðlast það persónulega öryggi sem fagmanni er
nauðsynlegt. Mikilvægt er að þeir tileinki sér það viðhorf að grunnnám er
aðeins fyrsti hluti starfsnáms sem nauðsynlegt er að efla og styrkja alla
starfsæfina, jafnframt því sem hver og einn þarf að tileinka sér nýja
þekkingu sem stöðugt verður til innan sérhverrar fræðigreinar.
Í hverju námskeiði skal gefa nemum tækifæri til að ræða og meta tilhögun
náms og kennslu með hliðsjón af markmiðum og viðfangsefnum
námskeiðsins.
Í vettvangsnámi fá nemendur tækifæri til að reyna í verki sem flesta þætti
er þeir fjalla um í fræðilegum hluta náms, þannig að tengsl kenninga og
framkvæmdar verði svo traust sem framast er unnt. Mikilvægt er að traust
tengsl séu milli þeirra sem annast fræðilegan hlut námsins og þeirra sem
leiðbeina á vettvangi. Sú gagnvirkni er einn af grundvallarþáttum í
starfsmenntun.
MEGINTILGANGUR MENNTUNAR OG
HEILDARSKIPAN NÁMS
Í þessum kafla er gerð grein fyrir megintilgangi menntunar og
heildarskipan náms á fjórum námsbrautum. Þessar námsbrautir eru:
almennt kennaranám, íþróttakennaranám, leikskólakennaranám og
þroskaþjálfanám. Í lok umfjöllunar um hverja braut er birt tafla sem sýnir
skipan náms á annir. Í framhaldi af umfjöllun um einstakar brautir er gerð
grein fyrir sameiginlegum þáttum í náminu.
Megintilgangur menntunar uppeldisstétta
Menntun uppeldis- og umönnunarstétta tekur mið af hlutverki þeirra,
starfsskyldum og starfsaðstöðu. Hlutverk þeirra er þjóðfélagslega
skilgreint. Það endurspeglar breytingar í samfélaginu en hefur jafnframt
áhrif á þróun þess.
19
Rauður þráður í menntun kennara og annarra uppeldis- og umönnunarstétta
er manngildishugsjónin. Hún birtist í því að hagsmunir skjólstæðinganna
eru öllum öðrum starfsskyldum æðri. Hver og einn á rétt á þeirri fræðslu og
leiðsögn sem gerir honum kleift að rækta hæfileika sína til fyllsta þroska.
Hvern og einn skjólstæðing eða nemanda ber að virða á eigin forsendum
og engum má mismuna á grundvelli persónulegra eða menningarlegra
sérkenna. Ætíð ber að gæta fyllsta trúnaðar um málefni sem varða
skjólstæðingana og fjölskyldur þeirra. Fagstéttir, sem þessum störfum
sinna, þurfa því að hafa til að bera fjölþætta hæfni sem m.a. felur í sér
þroskaða siðgæðisvitund.
Megintilgangur menntunar íþróttakennara
Menntun íþróttakennara miðar að því að búa nemendur undir kennslu í
íþróttum, slysahjálp, líkams- og heilsufræði í grunn- og framhaldsskólum.
Einnig skulu þeir öðlast þekkingu og færni til að leiðbeina hjá ungmenna-
og íþróttafélögum og stofnunum sem annast líkamsrækt og þjálfun.
Íþróttakennarar þurfa að búa yfir traustri þekkingu á þremur fræða-sviðum:
a) Uppeldis- og kennslufræðisvið veitir þekkingu á sérkennum mismunandi
aldurstiga, þroskaferli og einstaklingamun nemenda. Þekking á íslenskri
menningu og þróun íslensks samfélags varpar ljósi á félagslegar aðstæður
og uppvaxtarskilyrði barna og ungmenna.
b) Líffræði -og heilbrigðissvið veitir þekkingu og skilning á gerð
mannslíkamans og gildi hollustu og heilbrigðis fyrir andlega og líkamlega
velferð manna. Þetta svið leggur jafnframt grunn að skilningi á gildi
hreyfingar og íþrótta sem fyrirbyggjandi aðgerðir gegn sjúkdómum og
margvíslegum félagslegum örðugleikum barna og ungmenna.
c) Íþróttagreinar veita þekkingu á hinum ýmsu sviðum íþrótta og jafnframt
leikni í íþróttum almennt sem og einstökum íþróttagreinum. Færni á þessu
sviði gerir íþróttakennara færan um að leiðbeina og þjálfa í einstökum
greinum íþrótta.
20
Mikilvægt er að þessi svið myndi trausta heild þar sem hvert þeirra styður
annað. Einnig er áríðandi að tryggja að fræðilegur hluti og leikniþættir
styðji hver annan. Þessa heildarsýn þarf m.a. að styrkja í þeirri leiðsögn
sem veitt er í vettvangsnámi.
Menntun íþróttakennara þarf að spanna vítt starfssvið. Því er nauðsynlegt
að gefa nemum kost á að dýpka þekkingu sína á tilteknum sérsviðum á
seinni misserum námsins þar sem þeir gætu valið milli þess að gerast
íþróttakennarar eða þjálfarar svo dæmi séu tekin.5
Lýsing á heildarskipan íþróttakennaranáms og
skipting þess á meginsvið
Íþróttakennaranám er að umfangi 65 einingar og er námstími að jafnaði tvö
ár. Námið á að veita sem heildstæðasta starfsmenntun innan þess ramma
sem gildandi löggjöf og reglugerð heimila.
Námið er greint í kjarnanám og valnám. Kjarnanámið er sá grunnur sem
kennaranám í íþróttum er byggt á og vegur 60 einingar en vægi valnáms er
5 einingar.
Meginþættir kjarnanáms eru greindir í þrjú eftirtalin svið:
Uppeldis og kennslufræði 21,5 einingar
Líffræðigreinar 17,0 einingar
Íþróttir 21,5 einingar
Valnámið er a.m.k. 5 einingar og er byggt upp sem framhald ákveðinna
kjarnagreina. Ein eining er af uppeldis- og kennslufræðisviði, ein eining af
líffræðisviði og þrjár af íþróttasviði kjarnanáms.
Uppeldis- og kennslufræði
Í uppeldisgreinum er lagður uppeldis- og kennslufræðilegur grunnur að
námi íþróttakennara, þjálfara og leiðbeinenda í íþróttum.
Innan uppeldis- og kennslufræðisviðs er almenn kynning á íþrótta-
kennaranámi, lögum og reglugerðum er það


Use: 0.9711