• Leikskóli Seltjarnarness

Sponsored Links

  •   
  • FileName: Skoladagatal-2011-2012.pdf [preview-online]
    • Abstract: Leikskóli SeltjarnarnessSkóladagatal2011 - 2012Einkunnarorð Skóladagatal Leikskóla SeltjarnarnessSeptember og októberSkiplagt leikskólastarf hefst eftir aðlögun nýrra barna og starfsmanna. Ómur söngs og

Download the ebook

Leikskóli Seltjarnarness
Skóladagatal
2011 - 2012
Einkunnarorð
Skóladagatal Leikskóla Seltjarnarness
September og október
Skiplagt leikskólastarf hefst eftir aðlögun nýrra barna og starfsmanna. Ómur söngs og
tónlistar heyrist um allt hús þegar Ólöf María tónlistarkennari kemur aftur til starfa eftir
sumarleyfi. Í skapandi starfi er lögð áhersla á ýmis konar endurnýtanlegan efnivið.
Breytingar á náttúrunni eru kannaðar, farfuglar kveðja og klæðnaður barnanna breytist.
Haustverk leikskólans felast m.a. í því að setja niður lauka og tína laufblöð sem notuð eru í
skapandi starfi og sem stoðefni í moltugerð. Einnig er tekið upp úr matjurtargarði leikskólans
og uppskeruhátíð haldin að því tilefni.
Kynningarfundur á vetrarstarfinu og aðalfundur foreldrafélagsins er í október.
Fjöruferðir og/eða upplifunarferðir eru farnar vikulega allt árið.
September
5. sept. Tónlistarstundir hefjast í samstarfi við Tónlistarskóla Seltjarnarness.
16. sept. Dagur íslenskrar náttúru – fagnaðarfundur í sal.
Afmælisdagur Ómars Ragnarssonar og gott tilefni til að fagna og þakka gjafir
náttúrunnar.
19.-23. sept. Kartöflur og grænmeti tekið upp í þessari viku og uppskeruhátíð haldin.
26.–29. sept. Fjölmenningarvika að tilefni alþjóðlega tungumáladagsins.
29. sept. Samsöngur í sal. Sungin verða lög á tungumálum starfsmanna og barna af
erlendum uppruna í leikskólanum – undirbúningsnefnd og Ólöf María stjórna.
30. sept. Skipulagsdagur – leikskólinn er lokaður.
Á hverjum föstudagsmorgni er fagnaðarfundur í sal en stökum sinnum er foreldrum og
aðstandendum boðið að vera með.
Október
3.-7. okt. Gul vika – áhersla lögð á gula litinn.
13. okt. Nemendur í Tónlistarskóla Seltjarnarness koma í heimsókn og leika á hljóðfæri.
14. okt. Fagnaðarfundur - Skáli býður foreldrum og aðstandendum.
21. okt. Fagnaðarfundir – Oddi og Ás bjóða foreldrum og aðstandendum.
24. okt. Skipulagsdagur – leikskólinn er lokaður.
27. okt. Alþjóðlegur bangsadagur, börnin koma með uppáhalds bangsann sinn í leikskólann.
28. okt. Fagnaðarfundir – Nes og Bakki bjóða foreldrum og aðstandendum.
31. okt. Íþróttahátíð Leikskóla Seltjarnarness.
Aðalfundur foreldrafélagsins og kynning á vetrarstarfi leikskólans.
Nemendur 1. bekkja Mýrarhúsaskóla koma í heimsókn í leikskólann.
2
Skóladagatal Leikskóla Seltjarnarness
Nóvember, desember og janúar
Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur 16. nóvember á fæðingardegi Jónasar
Hallgrímssonar.
Í nóvember koma slökkviliðsmenn í slökkviliðsbíl og fræða elstu börnin um eldvarnir.
Alamanakið minnir okkur á að aðventan hefst og kveikt er á aðventukertum.
Í desember fellur hefðbundið hópastarf niður, lögð er áhersla á að skapa rólegt andrúmsloft
og njóta friðsældar á aðventu. Sólbrekka fer í kirkjuheimsókn en Mánabrekka fær prestinn í
heimsókn.
Jólasveinarnir birtast einn af öðrum frá 12. desember og fram til jóla.
"Litlu jólin" eru haldin með tilheyrandi söng og dansi og sveinki kemur að sjálfsögðu í heimsókn.
Gamla árið kveður og nýju er fagnað. Þorri hefst á bóndadegi og þorrablót er haldið í
leikskólanum. Vakin er athygli á því að daginn tekur að lengja og sólin sýnir sig.
Nóvember
4. nóv. Fagnaðarfundur - Eiði býður foreldrum og aðstandendum.
7. nóv. Börnin byrja að gera “jólagjafir” handa foreldrum sínum
8. nóv. Sameiginleg söngstund í Mánabrekku – Ólöf María stjórnar
11. nóv. Fagnaðarfundur - Bjarg býður foreldrum og aðstandendum.
16. nóv. Dagur íslenskrar tungu. Dagskrá í sal, börnin syngja og flytja ljóð eftir Jónas
Hallgrímsson, sem þau hafa lært í tilefni dagsins.
18. nóv. Fagnaðarfundur - Grund býður foreldrum og öðrum gestum
21.-15. nóv. Rauð vika – áhersla lögð á rauða litinn.
25. nóv. Samsöngur í sal, í tilefni fyrsta sunnudags í aðventu (27.nóv.) er m.a. sungið
„Við kveikjum eini kerti á“.
Desember
1. – 12. des. Börnin búa til jólaskraut til að setja á jólatréð og skreyta deildina sína með.
5.-9. des. Kaffihúsavika – Deildir fara í Vallarhús til skiptis og fá kakó og kleinur.
9. des. Fagnaðarfundur - Skáli býður foreldrum og aðstandendum.
11. des. Stekkjastaur kemur til byggða.
15./16. des. Jólatónleikar í Tónlistarskóla Seltjarnarness.
16. des. Fagnaðarfundur - Oddi býður foreldrum og aðstandendum.
20. des. Litlu jólin. Dansað í kringum jólatréð, jólasveinninn kemur í heimsókn og færir
börnunum gjafir.
22. des. Vetrarsólstöður - blysför og söngur á hól.
3
Skóladagatal Leikskóla Seltjarnarness
Janúar
6. jan. Þrettándinn – samsöngur í sal þar sem jólin eru kvödd.
9. jan. Undirbúningur fyrir Þorrablótið hefst – Víkingahattar búnir til, „Þorraþræll“
æfður og fyrsta erindi lagsins „Til veiga“.
10. jan. Sameiginleg söngstund í Mánabrekku – Ólöf María stjórnar.
13. jan. Fagnaðarfundur - Nes býður foreldrum og aðstandendum.
27. jan. Fagnaðarfundir – Mýri og Ás bjóða foreldrum og aðstandendum.
20. jan. Bóndadagur – Þorri byrjar, pabbar og afar velkomnir í morgunkaffi.
Sameiginlegt borðhald þar sem því er við komið.
23. jan. Börnin byrja á að búa til sinn eigin búning fyrir Öskudaginn.
23.-27. jan. Foreldraviðtöl hefjast – Skáli og Ás.
30.jan-3.feb. Vísindavika.
30.jan-3.feb. Foreldraviðtöl – Oddi og Bakki.
Foreldraviðtöl í janúar og febrúar, foreldrar eru boðaðir skriflega.
Börn fædd 2006 fara í heimsókn í skólaskjólið í Mýrarhúsaskóla. Forstöðukona skólaskjóls
tekur á móti þeim.
Febrúar og mars
Almanakið minnir okkur á að Bolludagur er framundan með tilheyrandi bolluáti.
Sprengidagur fylgir í kjölfarið "Saltkjöt og baunir túkall". Öskudagur er
mikill hátíðisdagur þar sem allir skemmta sér af bestu lyst. Börnin búa til sín eigin
furðuföt og góðgæti er slegið úr "tunnunni".
Greinar eru klipptar og settar í vatn og fylgst er með laufgun. Páskar nálgast
og börnin útbúa páskaskraut.
Febrúar
3. feb. Fagnaðarfundur - Bakki býður foreldrum og aðstandendum.
6. feb. Dagur leikskólans – gerum okkur dagamun í tilefni dagsins, elstu börnin og flytja
leikrit/óperu. Opið á milli Sól- og Mánabrekku
6.-10.feb. Blá vika, - áhersla lögð á bláa litinn.
Foreldraviðtöl – Nes og Bjarg.
10. feb. Fagnaðarfundur - Eiði býður foreldrum og aðstandendum.
13.-17.feb. Foreldraviðtöl – Mýri og Eiði
17. feb. Fagnaðarfundur - Bjarg býður foreldrum og aðstandendum.
20. feb. Bolludagur – í tilefni konudagsins 19. feb. eru mömmur og ömmur velkomnar í
morgunkaffi.
Boðið er upp á fiskibollur í hádeginu og rjómabollur síðdegis að íslenskum sið.
21. feb. Sprengidagur – í hádeginu er boðið upp á saltkjöt og baunir samkvæmt hefðinni.
4
Skóladagatal Leikskóla Seltjarnarness
22. feb. Öskudagur – furðufataball, börnin búa til sinn eigin búning í leikskólanum
- leikrit í flutningi kennara og starfsfólks - opið á milli deilda.
20.-22.feb. Foreldraviðtöl – Grund
23. og 24. Skipulagsdagar – leikskólinn er lokaður báða dagana.
Í lok febrúar fara börn fædd 2006 aftur í heimsókn í Mýrarhúsaskóla, skoða skólann m.a.
bókasafnið og skólaskjól.
Mars
2. mars Fagnaðarfundur - Grund býður foreldrum og aðstandendum.
6. mars Sameiginleg söngstund í Mánabrekku – Ólöf María stjórnar.
9. mars Fagnaðarfundur - Skáli býður foreldrum og aðstandendum.
16. mars Fagnaðarfundur - Oddi býður foreldrum og aðstandendum.
12.-16 mars Stærðfræði- og kubbavika.
Páskaundirbúningur hefst, birkigreinar settar í vatn og skreyttar.
23. mars Fagnaðarfundur - Nes býður foreldrum og aðstandendum.
30. mars Fagnaðarfundur - Mýri býður foreldrum og aðstandendum.
Börn í 1. bekk Mýrarhúsaskóla koma í heimsókn.
Nemendur úr Tónlistarskólanum halda tónlistaræfingu í sal.
Apríl, maí og júní
Vetur kveður, sumardagurinn fyrsti, elsti hátíðisdagur Íslendinga, rennur upp. Vakin er athygli
á breytingum í náttúrunni. Gróður, mold og sáning eru meginviðfangsefni þessa tímabils.
Uppskeruhátíð barnanna þar sem afrakstur vetrarstarfsins kemur í ljós.
Sumarhátíð Leikskóla Seltjarnarness er haldin í Bakkavör og grillhátíð foreldrafélagsins með
tilheyrandi skemmtun. Þjóðhátíðardagur íslendinga 17. júní er undirbúinn með fræðslu um
þjóðfánann, land okkar og þjóð.
Frá byrjun apríl til sumarlokunar leikskólans einkennist starfið af fugla- og gróðurþema.
Fræ og útsæði er sett niður og fylgst með þegar fræin fara að spíra.
Útivera eykst jafnt og þétt eftir því sem sólin hækkar á lofti.
Útival í boði á föstudögum í júní.
Apríl
5.-9. apríl Páskafrí
20. apríl Sumarkomunni fagnað í söngstund í sal.
16.-20. apríl Græn vika - áhersla lögð á græna litinn.
27. apríl Dagur umhverfisins – leikskólalóðin og umhverfi hans snyrt.
Sveinn Pálsson, einn fyrsti náttúrufræðingur Íslendinga fæddist þennan dag árið
1762.
5
Skóladagatal Leikskóla Seltjarnarness
Í apríl fara börn fædd 2006 í þriðja skipti í Mýrarhúsaskóla. Í þetta sinn heimsækja þau
1. bekkinga í skólastofum þeirra. Þau taka þátt í einni kennslustund og fá afhenta bók með
verkefnum sem þau vinna í. Börnin hafa með sér nesti og fara með öðrum nemendum út í
frímínútur.
Maí
Í lok apríl og byrjun maí er „uppskeruhátíð“ á öllum deildum – foreldrum og aðstandendum er
boðið að hlýða á söng og sjá hluta af vinnu nemenda vetrarins, dagsetningar auglýstar síðar.
21. maí Útskriftarferð elstu barnanna – farið verður að Úlfljótsvatni.
23. maí Sveitaferð að Bjarteyjarsandi með börn fædd 2007.
31. maí Útskriftarhátíð barna fædd 2006 í Félagsheimilinu, foreldrar, ömmu, afar og
systkini velkomin.
Umferðarskólinn verður í boði fyrir elstu börnin.
Júní
5. júní Alþjóðlegi umhverfisdagurinn – moltutunnur tæmdar í trjábeðin og hlúð að gróðri.
6. júní Vorferð með börn fædd 2008 í Reykjanesbæ. Þar verður Skessan heimsótt og
farið í skógarferð í Sólbrekkuskóg.
7. júní Skipulagsdagur – leikskólinn er lokaður.
11.-15. júní Þjóðhátíðarþema – fræðsla og föndur, söngvar, skrúðganga, þjóðsöngur kynntur
og þjóðbúningar kynntir.
13. júní Sumarhátíð Leikskóla Seltjarnarness í Bakkagarði – þrautabrautir og pylsuveisla.
Brekkusöngur alla þriðjudaga í júní og útival í kjölfarið – opið á milli garða í Sól- og
Mánabrekku.
„Krakkahestar“ koma í heimsókn í boði foreldrafélagsins
Foreldrafélagið heldur sína árlega fjölskylduhátíð.
6


Use: 0.0799